1/20/2008

OPENING DAY







                 Steinn - Þormóður - Djonam

Æskuljómi 
Deiglan
Opið alla daga nema mánudaga kl. 13-17. 
Sýningu lýkur 27. janúar.
Aðgangur ókeypis.
Amy Rush og Djonam Saltani
bbbmn

AMY RUSH (frá Ástralíu) og Djonam Saltani (frá Frakklandi) heita tveir ungir listamenn sem hafa dvalið í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri og sýna nú verk sín í Deiglunni. Rush vinnur hólógrafísk verk, eða svokölluð „Rainbow holograms“ lík þeim sem eru notuð á greiðslukortum, og taka þau á sig mynd sem flýtur og færist eftir stöðu áhorfendans. Frásögnin í verkunum er tvinnuð saman úr frelsi blómabarnsins og barnslegu prinsessuævintýri þar sem áhorfandinn fær að fylla í glompurnar.
Djonam Saltani sýnir litla keramikskúlptúra af flugvélum, ýmiss konar geimskip, sjóræningja, geimflaugar og orrustuvélar, sem hanga á víð og dreif um rýmið, líkt og í herbergi unglings sem hefur einangrað sig með því að setja saman módel. Jarðefnið og myndefnið skapar
viðeigandi spennu sín á milli þar sem formið vísar til flugs en efnið til aðdráttarafls jarðar.
Verk Rush og Saltanis eru ólík en vinna saman. Regnboginn sem smitast á veggi vegna kastljósa á hólógrafíur gefur rýminu léttleika, teygir hólógrafíurnar út í rýmið, og vegur skemmtilega á móti þyngd hangandi keramikskúlptúranna. Og yfir Deiglunni svífur lífleg hippastemning og æskuljómi.

Morgunblaðið, 26. jan 2008 // Jón B.K. Ransu