6/10/2014

Crista Spencer frá Þýskalandi er listamaður gestavinnustofunnar í maí og júní 2014



Christa Spencer myndlistamaður frá Dachau í Þýskalandi dvelur í  gestavinnstofu Gilfélagsins í maí og júní.

Christa hefur stundað myndlist frá árinu 1995 og hefur hún aðallega málað abstrakt málverk í gegnum tíðina.
 Ákveðin form hafa átt hug hennar allan og hefur túlkun hennar á þeim hafa  verið ríkjandi í verkum hennar. 
Christa opnar sýninguna “ Paperwork” í Populus Tremula um næstu helgi.  Hún sýnir verk sem hún hefur unnið á Íslandi. Verkin eru öll unnin á pappír. Litina og formin sækir hún í íslenska náttúru.