8/28/2008
Raquel Mendes í Gallerí Boxi
Raquel Mendes gestur Gestavinnustofu og Siggi Eggertsson opna sýningarnar "Generosa" og "Bíttar ekki máli" í GalleríBOXi laugardaginn 30. ágúst kl.14:30. GalleríBox sem er við Kaupvangsstræti 10 á Akureyri er opið föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 14:00 til 17:00. Sýningarnar standa til og með 14. september 2008.
Raquel Mendes útskrifaðist úr skúlptúrdeild listaháskólans í Lissabon árið 2002 og lauk Mastersgráðu frá listaháskólanum í Glasgow 2007.
Athuganir á aðlögunarhæfni manneskjunnar og getu hennar til þess að bregðast við óvæntum aðstæðum eru megin uppspretta verka Raquel Mendes. Raquel fæst við skúlptúr, innsetningar og nú upp á síðkastið ljósmyndun og videoverk.
Verkefnið "Generosa" var grundvallað á athugunum og skráningu (ljósmyndir/video) ástands og hátternis, sem leiddu í ljós merki um andlega og líkamlega hnignun ömmu hennar. Andspænis slíkum aðstæðum var nauðsyn á köldu auga myndavélarinnar til þess að aðskilja sorgarferlið, einnig þörf á fegrandi lýsingu sem gerir áorkanina yfirskilvitlegri og þar af leiðandi bærilegri en líka, án efa, þrungna merkingu.
Nánari upplýsingar: http://www.galleribox.blogspot.com
Siggi Eggertsson: http://www.vanillusaft.com
Raquel Mendes: http://artnews.org/artist.php?i=3044