8/15/2008
Raquel Mendes
Listamaður í Gestavinnustofu í ágúst er Raquel Mendes frá Portúgal. Hún mun halda sýningu í Gallerí Box á Akureyrarvöku.
Raquel Mendes útskrifaðist sem skúlptúristi frá Fagurlistadeildinni í Lissabon í Portúgal árið 2002. Á því tímabili var hún skiptinemi í Listaakademíunni í Osló í Noregi. Og 2007 lauk hún mastersgráðu í myndlist frá Glasgow School of Art í Skotlandi.
Hún leggur stund á skúlptúr, innsetningar og ljósmyndun og vídeólist.
Síðan 2000 hefur hún haldið sýningar reglulega og verið tengd Sopro gallery í Lissabon síðan 2003.