R.Benedikta/Guðrún Benedikta Elíasdóttir útskrifaðist frá MHÍ sem myndlistarkennari með B.Ed 1987. Hefur síðan þá búið, kennt og starfað við myndlist í þremur löndum, Íslandi, Frakklandi og Lúxemborg.

Guðrún flutti aftur til Íslands fyrir tæpum tveimur árum og hefur verið að sýna víðsvegar á Íslandi síðan, m.a. í Slúnkaríki á Ísafirði, Listasafni Hornafjarðar, Svavarssafni og á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Því var rökrétt framhald að koma til Akureyrar þar sem listalífið er öflugra en víða annars staðar.
Eitt verkefnið á meðan á dvölinni stendur er að finna jarðefni á staðnum til að nota í litablönduna og mun afrakstur vinnunnar verða sýndur á málverkasýningu í Populus tremula 27.og 28.september nk.