12/09/2014

Japanska Kazuko Kizawa, gestalistamaður Gilfélagsins, sýnir í Deiglunni



Spectrum-Polar lights/Litróf heimskautsljóssins

Kazuko Kizawa er japönsk nútímalistakona. Hún notar ýmsa miðla í list sinni eins og innsetningar, video, ljósmyndir, listmálun og þrívídd. Gegnumgangandi þema í verkum hennar er litur og ljós. 
Í núvernadi verkum einbeitir Kazuko sér að fyrirbærum hér á Norðurlandi. Listamaðurinn hefur dvalið í gestavinnustofum SÍM, í Hafnarborg og á Akureyri. Verk hennar hafa verið sýnd í Japan, Evrópu, Norður Ameríku og í Eyjaálfu. 

Spectrum-Polar lights/Litróf heimskautsljóssins
Listamaðurinn mun sýna video-innsetningu þar sem hún sækir innblástur í liti og ljós úr nánasta umhverfi sínu á Norðurlandi.
Sýningin verður dagana 13. og 14. desember 2014 kl.13:00-16:00 í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri

Kazuko Kizawa, listamaður nóv/des í gestavinnustofu Gilfélagsins, verður með listamannaspjall í Ketilhúsinu 9. nóv. kl. 17:00. Allir velkomnir.