5/24/2011

HEATHER PASSMORE í Poulus Tremula 28.-29. maí



FORM LETTERS
HEATHER PASSMORE
myndlistarsýning í Populus Tremula
28. og 29. maí 2011

Laugardaginn 28. maí kl. 14:00 opnar kanadíska listakonan Heather Passmore sýninguna Form Letters í Populus Tremula.

Verkin á þessari sýningu eru unnin úr höfnunarbréfum sem Passmore hefur fengið á listferlinum og umbreytir í kraftmikil listaverk.

Listakonan er listamaður maímánaðar í gesta­vinnustofu Gilfélagsins og sýnir nú einnig verkið Knitting Mural á VeggVerk.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 29. maí kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.