Sjónlistamiðstöðin
opnar fyrstu sýningu ársins í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 25. janúar
kl. 15. Þar sýnir Halldór Ásgeirsson ný og eldri verk sem kallast á og mynda
innbyrðis tengsl. Þegar litið er yfir feril Halldórs má í fljótu bragði greina
þræði sem stundum virðast sundurleitir en eru í raun einn órofinn þráður. Allir
helstu grunnþættirnir í list Halldórs eru settir fram á sýningunni á nýjan og
ferskan hátt; jarðeldurinn, vatnið, ljósið, vindurinn og sögurnar í
teikningunum.
Kynnið ykkur nánar á heimasíðu Sjónlistamiðstöðvarinnar www.sjonlistamidstodin.is